miðvikudagur, október 20, 2004

Glasgow operationið er á enda

Jæja ég verð að afsaka það að ég hef ekki verið duglegur að skrifa.... en það er nú einu sinni þannig að maður þarf að vinna fyrir laununum sínum....til að eiga fyrir salti í grautinn sinn.

En það er sem sagt búið að vera mikið að gera hjá mér og ég netlaus í þokkabót þannig að það bætir nú ekki á ástandið.... en allavegana þá erum við búnir að pakka öllu draslinu á skrifstofunni okkar úti á flugvelli og fór allt draslið með trukk til Brussel til geymslu. Sem sagt þá erum við hætt að fljúga fyrir FlyGlobespan út frá Glasgow.....vegna þess einfaldlega að samningurinn er á enda og vélin sem við vorum með hérna hjá okkur TF-ELC er farinn í C-check til Shannon hjá Air Atlanta Aero Engineering. Kem ég til með að sakna þessarar elsku því þar er á ferð ein besta B737 flugvél sem um loftin hafa flogið..... :)

Ég hins vegar verð sendur af companýinu til Brisol aka " BRS " á fimmtudagskvöldið kemur og mun ég verða þar í vikur allavegana eins og það stendur.

Ég er rokinn í bili...........

Cherrio

1 Comments:

At 3:26 e.h., Anonymous Nafnlaus said...

Have a good trip to Bristol!!! Vonast svo til að heyra frá þér þegar þú ert mættur á svæðið og búinn að skanna helstu burger- og fish and chips búllurnar.

Rgds,
Júlli Bró

 

Skrifa ummæli

<< Home