EasyJet til Budapest (BUD)
Ég ákvað í gær að athuga hvort ég gæti ekki fundið mér ódýrt flug eitthvað áður en að ég fer heim í frí. Ég fór inn á EasyJet síðuna og var að browsa hversu mikið það mundi kosta mann að fljúga frá Bristol og eitthvað í Evrópu...... ég fór að browsa því að EasyJet flýgur á helvíti marga staði út frá Bristol þannig að maður hafði úr nógu að velja þannig að ég ákvað að smella mér til Budapest sem er fyrir þá sem eru ekki mikið inní landafræðinni jú í Ungverjalandi.
Ætla ég að fara á laugardagsmorguninn og vera þar í 4 nætur á flottu 4* hóteli sem að ég fékk líka á svona helllllvíti góðum prís eins og maður segir......... ég er nefnilega eins og margir þekkja með æði fyrir að vera á flakki og ekki skemmir fyrir að fara á staði sem að maður hefur ekki farið áður og þá er Budapest mjög heillandi.
Ég kem svo til baka til Bristol í hádeginu á miðvikudaginn 10. Nóv........ og fer ég með Icelandair frá London LHR um kvöldið kl 2105 til Keflavíkur þar sem áætlaður komutími Snorra Þorfinnssonar er um miðnætti.
Við komum svo til með að posta myndum frá BUD um leið og þær berast....
Ta Ta eskurnar
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home