Hótellíf er ekki skemmtilegt
Að búa á hóteli er góð skemmtun eða þannig...... ég var búinn að gleyma því frá því að ég var í Liege að það er hreinn viðbjóður að búa á hóteli. Einfaldlega af þessum ástæðum.... nú maður getur ekki eldað sér, maður kemst ekki á netið nema að borga 100 kall á mínútuna, 5 sjónvarpsstöðvar, 2 bíómyndir sem að maður horfði á fyrstu tvö kvöldin....., það er ekki ísskápur á herberginu, maður þarf að fara út að borða á hverjum degi sem að verður svo þreytt til lengdar eða það má eiginlega segja að ég sé búinn að fá mig fullsaddann af því helvíti.
Jæja hugarflugið er á þrotum sökum þess að það er nú ekki mikið að gera hjá okkur hérna í Bristol. Vélin flýgur bara 2 daga í viku og þess á milli er hún bara "standby" eins að það er kallað og eftir 31.okt þá verður hún standby fyrir EasyJet hérna í BRS.
Cheers
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home