laugardagur, nóvember 20, 2004

Í Bristol á ný.....

Ekki komst ég á Skeljakvöld Flugvirkjafélagssins þetta árið..... ekki átti maður von á því að ná því en það hefði nú verið gaman að ná því enda ein besta matseld sem að er hefð hjá Flugvirkjafélaginu sem haldin er einu sinni á ári.

En ég var svo sem sendur með Icelandair til Heathrow í gærdag og komum við eftir 2:20 í loftinu á Terminal 2..... við tók bið dauðanns eftir rútu sem ég átti að taka til Bristol. Þurfti ég að bíða í 2 tíma eftir henni í kulda og volæði. Jú jú loks kom rútan og hófst ferðin til Bristol sem tók um 2 tíma og nýtti ég tíman í draumaheiminum enda svo sem vanur svefni í rútuferðum frá tímum manns í Keflavík.

Hótelið sem við höfum verið á er uppbókað þannig að ég og flugmennirnir vorum settir á hótel sem að er nokkuð lakara en það sem við vorum á. Það er nú einu sinni þannig að þegar maður "býr" á hóteli þá setur maður upp ákveðinn"standard" fyrir því sem að maður lætur bjóða sér.
Ég vona svo innilega að við fáum þessar íbúðir í komandi viku sem búið er að lofa okkur því að þá verður lífið allt mun betra.....þá fær maður allavegana ískáp og getur eldað sér .....nefnilega það sem að hótellíf býður hreinlega ekki uppá.

Yfir og út frá BRS

1 Comments:

At 4:34 f.h., Blogger :: HJH :: said...

Já við þökkum að sjálfsögðu fyrir innlitið Karen mín.

Bestu kveðjur í sandkassan !!

Hjalti

 

Skrifa ummæli

<< Home