föstudagur, desember 03, 2004

Írland nánar tiltekið Shannon

Já góðan daginn hér frá flugvellinum í Shannon. Ég og Egill coari erum að bíða eftir Aer Lingus fluginu okkar til London Heathrow í þessum töluðu/skrifuðu orðum en það er í seinkunn um tæpa 2 tíma og er áætlaður brottfarartími núna 14:25. En svona er nú þessi flugbransi svo að maður verður að taka þessu með jafnaðargeði eins og ávallt.

Ég er sem sagt að fara frá Heathrow til Bristol þar sem ég á að vera fram á mánudag og fer svo í fríið mitt sem ég ætla að eyða á námsslóðum mínum á danskri grundu. Ég og Ingi Björn ætlum að fara með hádegisvélinni á þriðjudaginn kemur til Kaupmannahafnar og verðum þar saman í 2 nætur þá fer Ingi heim að vinna.....en ég ætla nú ekki heim eftir einungis 2 daga stopp í Köben heldur fer ég til Álaborgar eða Aalborg eins og innfæddir segja og ætla ég að vera hjá Sören vini mínum og fjöldskyldu hans í V. Hassings. Einnig vonast ég til þess að Michael og Maja sem búa í Thisted verði komin með frumburð sinn í heiminn því þá neyðist maður að fara að heimsækja þau og kíkka á litla barnið.
Ekki má maður gleyma að fara á Bruggeiet á Vesterbrogade og fá sé julebrygg það er ómissandi í jólaandanum í Kaupmannahöfn fyrir jolin.

En við Egill kveðjum héðan frá Shannon

Veriði sæl

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home