þriðjudagur, desember 07, 2004

B757 tékkur

Mig langar fyrst og fremst til að óska Siggeiri vini mínum til hamingju með ráðninguna hjá Icelandair við jú að sitja í hægra sætinu á B757 eða fyrir þá sem eru ekki inn í því hver situr hægra né vinstra meginn í flugstjórnarklefanum er það flugmaðurinn og flugstjórinn situr vinstra meginn. :)
Verð ég nú að segja að þar hafa þeir fengið öðlings dreng og góðann flugmann í sínar raðir þó fyrr hefði verið. Verst er að hafa hann ekki á okkar snærum hjá Íslandsflugi en ekki er á allt kosið.

Jæja þá er ég farinn til Kaupmannahafnar með Inga Birni........ ég held að maður sé að verða geðbilaður á þessum ferðalögum hérna.... ég kom frá London Heathrow í gær kl 1605 og fer sem áður sagði til Köben kl 1415 í dag.... ja maður lætur nú ekki líða nema 22 klst á milli fluga hjá sér....talandi um að búa í flugvél

Sí ís latera....orreyyt

Finninn fljúgandi

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home