þriðjudagur, desember 14, 2004

Þessi helvítis ..... www.sms.ac .......vefsíða

Hvað er eiginlega málið með þessa helvítis síðu.... það rignir yfir mann "invitations" mailum um að fara inn á þessa síðu. Forvitnin er auðvitað búinn að drepa mann og maður verður svo sem að kíkja á þetta og er ég búinn að komast að því að þetta er heldur betur "cheepó" concept.
Þá einkum vegna þess að síður á borð við þessa sem byrja með "stefi" um leið og maður velur einhvern af vinum sem hafa sent manni email um að gerast meðlimur á þessari síðu..... að það fyrsta sem manni flýgur í hug er að slökkva nú á þessari graðhestamúsík sem upp kemur án þess að geta valið um hvort hún komi á eður ei.
Þeir sem eru búnir með þann ágæta áfanga "Vefsíðugerð 101" sem eflaust er kenndur í flestum framhaldsskólum í dag.... reyndar... þó án minnar vitundar en það sem að maður lærir í "basic" vefsíðugerð er að reyna að hafa þann sem skoðar síðuna ....... á síðunni ekki hrekja hann af henni eins fljótt og mögulegt er.
Þessi umrædda síða gerir allavegana við mig... ekki efast ég nú um að hún veki mikla lukku hjá samborgurum mínum.

Hjalli kveður að þessu sinni frá Reykjavík.... sjaldan þá ég held mig þar !

1 Comments:

At 12:09 e.h., Blogger :: HJH :: said...

Enda svo sem ekki annað hægt

HJH

 

Skrifa ummæli

<< Home