miðvikudagur, desember 15, 2004

Danskt Jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum

Jihhhhhhhhh.....maður getur nú ekki annað sagt eftir svona ægilega vel heppnað og bragðgott jólahlaðborð sem við vinirnir ásamt betri helmingi Siggeirs fórum á í kvöld.
Er þetta árlegur viðburður hjá okkur að láta okkur ekki vanta til Idu á Hótel Loftleiðum fyrir jólin enda svo sem í þriðja skipti sem farið hefur verið á "Julebuffe´en" eins og það útleggst í orðum stórvinkonu okkar Idu Davidsen. Það er svo ægilega gaman að fara á svona hlaðborð og sérstaklega til að smakka á allskonar mat sem maður fær nú sennilega ekki á hverjum degi. Til gamans má geta að þarna var meðal annars: Reyktur lundi, krabbakjöt, reykt nautatunga nú ásamt "flæskesteg" eins og Ida segir það en við þekkjum það sem Purusteik.... sem var rosalega góð. En verð ég að viðurkenna að lundinn var nú ekki alveg að meika það á mínum diski enda held ég að ég muni halda mig frá honum að minnsta kosti þeim reykta..... ég vissi svei mér þá ekki hvern djöfulinn ég var að borða.

Takk Ida mín fyrir okkur og sérstaklega fyrir súkkulaðimúsina....jihhhhh


Hjalti, Ingi Björn, Siggeir og Rakel á
Jólahlaðborði Idu Davidsen á Hótel Loftleiðum

Picture: HJH

Ingi Björn, Rakel, Hjalti og Siggeir að loknu
Jólahlaðborði Idu Davidsen á Hótel Loftleiðum

Picture: HJH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home