sunnudagur, desember 11, 2005

Barcelona & Köben

Ég skellti mér til hinnar stórbrotnu borgar Barcelona á mánudaginn var til að skoða mig um og hafa að gott. Þessi borg kom mér svo sannarlega á óvart, en þar sem ég hef heyrt svo margt um Barcelona á undanförnum árum hefur mig alltaf langað að fara þanngað.
Ég lét verða af því og flaug frá Shannon til Girona í útjaðri Barcelona með Ryanair og tók svo rútu til Barcelona sem tók um 50 mínútur. Ekki það versta sem ég hef lent í skal ég segja ykkur.
Svo tók ég fram strigaskónna og labbaði mig gjörsamlega út um allt og skoðaði þessa einstaklega fallegu og skemmtilegu borg. Rosalega margt er hægt að sjá og gera í Barcelona og að sjálfsögðu ekkert betra en að fá sér "Tapas" og Rioja.
Að dvöl minni í Barcelona lokinni flaug ég með Sterling til Kaupmannahafnar þar sem ég hitti Sören vin minn og Bente kærustu hans og fórum við í Tívolíð eins og ég hef ekki klikkað á að gera í nokkur ár enda "juleglög og æbleskiver" stór partur af því.

Vi ses, Adios

Hjalti

1 Comments:

At 2:45 e.h., Blogger roald said...

minn flottur, barcelona er nöttlega bara skemmtilegasta borg i heimi og eg dauðöfunda þig af því að hafa farið.

 

Skrifa ummæli

<< Home