miðvikudagur, apríl 06, 2005

Herbergis "Redecoration"

Ég hreinlega missti mig í fyrradag og reif niður gardínugarma sem eru búnir að vera uppi síðan á Eiðum ´64 og hreinlega meikaði ekki að hafa þetta uppi deginum lengur.
Af þeim sökum tók ég móður jörð þeas elskulegu móður mína með í leiðangur í gær vegna þess að hún er sérlegur gardínuráðgjafi fjölskyldunnar og ekki get ég sagt að ég hafi mikið vit á gardínum enda sleppti ég þeim áfanga í náminu.
Keypti ég nýja viðarrimla og gardínur fyrir gluggan í herberginu hjá mér og er þetta allt komið á sinn stað þegar þetta er skrifað.
Ég segji nú bara eins og Pétur Arnarson félagi okkar Gunna sem er "stórmafíósi" og toppmaður.... já þetta er nú bara "Elegant" !

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home