þriðjudagur, september 27, 2005

Dubai og Hong Kong

Já gott fólk ég er búinn að vera svo önnum kafinn að ég hef hreinlega ekki komist í að skrifa pistla hér á síðuna.
En allavegana þá tók ég mig til á dögunum og fór í heimsreisu með því að fara til Dublin að hitta vinafólk mitt og þaðan fór ég til Dubai og Hong Kong. Takk fyrir.
Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg rosalega skemmtileg ferð og margar og skemmtilegar minningar sem og myndir sem ég tók. Ég hef tekið mig til og skellt myndum af þessum skemmtilegu dögum inn á myndasíðuna mína sem finna má hér hægra meginn á síðunni.
Ferðin byrjaði með að fara frá Bristol til Dublin að hitta Bridget og Alan sem eru flugfreyja/þjónn hjá okkur (Air Atlanta) með base í Dublin. Fórum við að djamma að hætti Íra sem drekka eins og svampar og skoðuðum Dublin, Wicklow og aðra virkilega skemmtilega staði í nágrenni Dublin.
Þaðan flaug ég til London Heathrow og beið í nokkra tíma eftir að fljúga með Emirates til Dubai á B777-300. Það var hið notalegasta flug í rúmar 6 klukkustundir. Við komu mína til Dubai náði ég í bílaleigubílin sem ég hafði pantað. Afskaplega var heitt í Dubai.... já gott fólk eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður. 40 C var tala sem var á flestöllum hitamælum vítt og breitt um borgina. Svolítið mikið fyrir minn smekk en Dubai sem slík er rosalega cool. Allt í sandi og rosalega mikil uppbygging í gangi og svakalegar vegalengdir á öllu.
Ég fór í safarí um eyðimerkur Furstadæmana og fór á bak á úlfalda. Virkilega gaman að prufa mismunandi hluti sem manni hlotnast heldur betur ekki á degi hverjum.
Seinna um nóttina fór ég í flug til Hong Kong. Það tók rúmar 8 klukkustundir fyrir sneisafullann Airbus 330 að dröslast í mikilli ókyrrð til Hong Kong. Lentum við um kl 1500 local í Hong Kong. Það skemmtilega við þetta allt er að góðir vinir mínir frá Bristol, þeir Sigurþór og Róald voru einmitt í Hong Kong og auðvitað hittumst við í dinner á veitingastað sem var troðinn local fólki og við vorum einu hvítu mennirnir í placeinu og allir horfðu á okkur eins og við værum hvítir menn í Harlem. Rosalega gaman að hitta þá að venju og það var ákveðinn aðilli sem skammaði mig fyrir leti í bloggskrifum, já hann veit alveg hvað hann heitir ekki satt Róald ? :) Ég komið því að hér áður að ég hef hreinlega ekki haft tíma í það sökum anna.
Ég ætla svo sem ekkert að koma með lýsingar á hvað ég tók mér fyrir hendur dag frá degi en það er skemmst frá því að segja að ég fór á götumarkaðina og skoðaði mannlífið sem er ótrúlega líflegt. Einnig fór ég í Disneyland sem er nýopnaði í HKG og er rosalega flott jafnt fyrir börn og fullorðna. Maður verður sjálfkrafa 10ára þegar maður kemur þarna inn.
Svo fór ég í skoðunarferð um Lantau eyju sem hýsir eina stærstu búddastyttu utandyra í heiminum. Þar var einnig Búddamusteri þar sem við snæddum hádegisverð að hætti búdda sem var mjög athygglisverð og skemmtileg.

Hérna hef ég skellt inn nokkrum myndum til að gera sér í hugarlund hversu skemmtilegur túr þetta hefur verið.

Veriði mér blessuð

1 Comments:

At 1:59 e.h., Blogger roald said...

og hvað er að frétta af hjalta?

 

Skrifa ummæli

<< Home