fimmtudagur, apríl 28, 2005

Lundúnir eða Bustúnir

Já enn er ég hissa á því að maður megi segja Lundúnir og ekki Bustúnir.... frekar hommalegt það helvíti.
En hvað um það þá gerði ég mér dagamun í dag og brá mér í bæjarferð eins og dreifararnir segja nema þá helst að ég brá mér frekar í stórborgarferð.
Þar sem ég hafði lausann dag og vélin mín ekkert að fljúga þá ákvað ég þar sem að ég er búinn að vera einn með sjálfum mér hérna í Gatwick síðan á mánudaginn og alveg kominn að því að fara í snöruna ........svei mér þá.... nei nei en allavega þá tók ég þá ákvörðun með sjálfum mér þar sem ég þarf ekki að spurja neinn þar sem enginn er hérna með mér að taka lestina til London nánar tiltekið Victora Station og þaðan upp á Oxford Stræti eins og ég kýs að kalla það.... mér til skemmtunar hitti ég vinkonur mínar til langstíma þær Önnu Rós og Laugu og var mér boðið við mikinn fögnuð að fara og versla með þeim. Eins og allir vita þá þykir mér einkar gaman að fara með kvennþjóðinni í búðir og fæ ég seint nóg af því.....fallega líka :)
Virkilega gaman að hitta þær á götum Lundúna...svona líka gegnsósaðar af Chelsea leik sem þær fóru á kvöldið áður.
Verð ég að þakka fyrir svona líka ánægjulegar skemmtilegar samverustundir á þessum fína degi, en þær héldu á brott til Íslands í kvöld eftir verslunarleiðangur í miðborginni.

Ég er á leið til Bristol í fyrramálið með vélinni og verður hún ásamt mér staðsett þar í sumar og fram á haust.

Áfram Þróttur

Anna Rós, Hjalli og Lauga á Picadilly Circus í London

Picture: HJH

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home