Blað brotið í flugsögu Íslands !
Já eins og alltaf þegar annað hvort einhver hættir eða kemur til starfa í flugbrannsanum og fer í flug með pabba sínum, afa sínum nú eða bróður sínum eða eitthvað í þá áttina þá eru alltaf blaðaviðtöl og myndatökur af þeim merkisviðburðum í Íslenskri flugsögu.
Einn þeirra leit dagssins ljós á föstudaginn var. Þá gerðist að ég og Siggeir vinur minn fórum í okkar fyrsta flug saman í atvinnuflugi frá Bristol til Skiathos í Grikklandi og Volos sem einnig er í Grikklandi. En þess má þó geta að þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við stígum upp í flugvél saman enda er ég með nokkra tímana loggaða sem "Cóari" hjá Siggeiri á smærri vélum.
Virkilega gaman að koma merkisviðburði sem þessum á spjöld sögunnar !
Hjalti og Siggeir, TF-ELV, FL330 yfir Króatíu.

Picture: Sigurður Dagur Sigurðarson
4 Comments:
frábær mynd! við þurfum að taka sona kvöldmat aftur við tækifæri!
Klassa mynd Hjalti !
Takk Fífa mín :)
heyrðu er ekki kominn tími á aðra færslu, vinur?
Skrifa ummæli
<< Home