miðvikudagur, janúar 18, 2006

Í Florida er gott að vera

Mér er andskotans sama hvað þessi auli sem söng lagið " Á Spáni er gott að djamm og djúsa" heldur um að vera á Spáni þó að það sé alveg ágætt en að vera hér í hlýjunni og sólinni í Flórída er hrein snilld.

Við Geiri komum hérna á sunnudaginn eftir bílferð dauðans frá New Milford þar sem Mitch og Clare búa og byrjaði dagurinn ekki betur en svo að við komumst ekki uppúr heimreiðinni á húsinu fyrir snjó og klaka sem hafði úr loftinu komið um nóttina ásamt "Freezing Rain" sem er mjög fucked up fyrirbrygði. En það tók okkur um klukkutíma að koma okkur upp úr heimreiðinni með því að láta sanda planið eins og ég gat og setti Clare á drossíuna og við Geiri reyndum að ýta eins og við gátum. Heppnin kom okkur upp á sumardekkjunum enda þekkja þessir ameríkana asnar ekki aðeins grófari dekk en slétt sumardekk.

Nóg um það, við tók vetrarakstur á þjóðvegum Connecticut fylkis á leið heim til Eriks þar sem við komum nokkru að dótinu okkar fyrir svo við þurftum ekki að burðast með það allan hringinn í kringum Ameríkuna.
Við vorum orðnir svo seinir að ég var eiginlega búinn að afskrifa þetta Delta flug sem við áttum út frá White Plains flugvelli til Atlanta og þaðan áttum við tengiflug til Orlando.
Til að gefa fólki greinargóða lýsingu á aðstæðum þá komum við upp að flugstöðvarbyggingunni kl: 1438 og bröttför á vélinni kl: 1459 svo að það var jú 20min fyrir brottför sem við komum uppað flugstöðinni og átti ég eftir að skila bílaleigubílnum. Díses kræst hvað ég var að fríka úr stressi og ég held að Júlli bróðir hafi ekki átt neitt í mig í þessu stresskasti :)

Það sem gerði það að verkum að við meikuðum þetta er að þessi flugvöllur er á stærð við Reykjavik International Airport, fyrir þá sem vita ekki hvar hann er þá er hann einmitt í Vatnsmýrinni. En svo skemmtilega vildi til að þetta varð ekkert mál vegna þess eins að Delta er með einn mjög sniðugan valmöguleika á vefsvæði sínu, það er að geta innritað sig í tölvunni heima og prentað út brottfararkort og fara beint upp að hliðinu. Þetta varð til þess að við vorum checkaðir inn þannig að þetta varð allt í þessu besta og við vorum jú síðastir um borð í þessa fínu CRJ200 vél sem lenti í Atlanta 1:40 seinna.

Flugið til Orlando var stutt og notalegt um borð í B767-400 frá Delta. Flugtími 53mín þannig að þetta var bara upp og niður operation.

Lífið í Orlando er búið að vera framan af huggulegt, æðislegt hús sem við erum með. Grill og sundlaug í garðinum og allt í stíl. Fórum í Universal Studios í dag í sólinni og 27 stiga hita þannig að það var alveg æðislegt.

Þá er það bara Las Vegas á fimmtudaginn....... verðum á Luxor fyrir þá sem þekkja til. Hótelið er einmitt eins og pýramíti.

Veriði mér sæl.

2 Comments:

At 9:45 f.h., Blogger roald said...

djofulli vaeri e til ad vera med ther nuna, ekkert nema ameriskar ponnukokur, beikon, egg, sirop og sukkuladi mjolkurhristingar. svo ekki se nu talad um universal studios. grrrrrrrrrrrrrrrrrrrrr...

 
At 9:01 f.h., Blogger Guðrún said...

váááá voðalegt ferðalag er þetta á þér drengur.þú ert alltaf út um allar trissur:) gott hjá þér, svona á á lifa lífinu;)

Guðrún

 

Skrifa ummæli

<< Home