miðvikudagur, janúar 18, 2006

Í Florida er gott að vera

Mér er andskotans sama hvað þessi auli sem söng lagið " Á Spáni er gott að djamm og djúsa" heldur um að vera á Spáni þó að það sé alveg ágætt en að vera hér í hlýjunni og sólinni í Flórída er hrein snilld.

Við Geiri komum hérna á sunnudaginn eftir bílferð dauðans frá New Milford þar sem Mitch og Clare búa og byrjaði dagurinn ekki betur en svo að við komumst ekki uppúr heimreiðinni á húsinu fyrir snjó og klaka sem hafði úr loftinu komið um nóttina ásamt "Freezing Rain" sem er mjög fucked up fyrirbrygði. En það tók okkur um klukkutíma að koma okkur upp úr heimreiðinni með því að láta sanda planið eins og ég gat og setti Clare á drossíuna og við Geiri reyndum að ýta eins og við gátum. Heppnin kom okkur upp á sumardekkjunum enda þekkja þessir ameríkana asnar ekki aðeins grófari dekk en slétt sumardekk.

Nóg um það, við tók vetrarakstur á þjóðvegum Connecticut fylkis á leið heim til Eriks þar sem við komum nokkru að dótinu okkar fyrir svo við þurftum ekki að burðast með það allan hringinn í kringum Ameríkuna.
Við vorum orðnir svo seinir að ég var eiginlega búinn að afskrifa þetta Delta flug sem við áttum út frá White Plains flugvelli til Atlanta og þaðan áttum við tengiflug til Orlando.
Til að gefa fólki greinargóða lýsingu á aðstæðum þá komum við upp að flugstöðvarbyggingunni kl: 1438 og bröttför á vélinni kl: 1459 svo að það var jú 20min fyrir brottför sem við komum uppað flugstöðinni og átti ég eftir að skila bílaleigubílnum. Díses kræst hvað ég var að fríka úr stressi og ég held að Júlli bróðir hafi ekki átt neitt í mig í þessu stresskasti :)

Það sem gerði það að verkum að við meikuðum þetta er að þessi flugvöllur er á stærð við Reykjavik International Airport, fyrir þá sem vita ekki hvar hann er þá er hann einmitt í Vatnsmýrinni. En svo skemmtilega vildi til að þetta varð ekkert mál vegna þess eins að Delta er með einn mjög sniðugan valmöguleika á vefsvæði sínu, það er að geta innritað sig í tölvunni heima og prentað út brottfararkort og fara beint upp að hliðinu. Þetta varð til þess að við vorum checkaðir inn þannig að þetta varð allt í þessu besta og við vorum jú síðastir um borð í þessa fínu CRJ200 vél sem lenti í Atlanta 1:40 seinna.

Flugið til Orlando var stutt og notalegt um borð í B767-400 frá Delta. Flugtími 53mín þannig að þetta var bara upp og niður operation.

Lífið í Orlando er búið að vera framan af huggulegt, æðislegt hús sem við erum með. Grill og sundlaug í garðinum og allt í stíl. Fórum í Universal Studios í dag í sólinni og 27 stiga hita þannig að það var alveg æðislegt.

Þá er það bara Las Vegas á fimmtudaginn....... verðum á Luxor fyrir þá sem þekkja til. Hótelið er einmitt eins og pýramíti.

Veriði mér sæl.

föstudagur, janúar 06, 2006

Heimsreisa um Ameríku

Jæja þá er komið að því að fara í hina árlegu jólagjafabréfaferð Icelandair til Ameríku. Eins og flestir muna þá fór ég einmitt í fyrra líka í fyrsta skipti þegar Icelandair buðu upp á þetta annars góða tilboð.
En ekki er þetta í fyrsta skipti sem ég kem á grundar Ameríku og telst mér til að ég hafi farið 16 sinnum þanngað og verður þetta mín 17 ferð.

Ég ákvað að vera svo góður að gefa sjálfum mér svona ferð í jólagjöf.... reyndar pakkaði jólasveinninn henni inn og setti undir tréð á Aðfangadag.
Við Siggi förum þann 12.jan til New York eða Njú Jork eins og maður segir í bransanum og verðum hjá Mitchell frænda í nokkra daga áður en við förum til Orlando þar sem við leigðum hús með "Öllu" sem er vel að merkja svipaðaður kostnaður og að vera á hóteli nema öllu betra... enda 4 herbergi, 3 baðherbergi, sundlaug, heitur pottur og grill í garðinum... hrein snilld.

Þaðan förum við svo til Las Vegas þar sem við munum hafast við í spilavítum og spillingu þeirrar borgarinnar í 2 daga áður en við bregðum okkur til San Francisco og hittum vin okkar hann Al Capone.... þótt hann sé löngu dauður.
Að heimsókn okkar lokið í San Fran eins og 4 dögum síðar fljúgum við svo til "New York" aftur og verðum yfir nótt í Connecticut hjá Mitch og Clare og förum svo í dagsferð niður í miðborg New York daginn eftir.
Þegar þetta er allt saman búið þann 27. jan förum við svo heim á ný og lendum í Kebblavik eftir langt og strangt 16 daga úthald.

Adjö,
Hjalli

sunnudagur, desember 11, 2005

Barcelona & Köben

Ég skellti mér til hinnar stórbrotnu borgar Barcelona á mánudaginn var til að skoða mig um og hafa að gott. Þessi borg kom mér svo sannarlega á óvart, en þar sem ég hef heyrt svo margt um Barcelona á undanförnum árum hefur mig alltaf langað að fara þanngað.
Ég lét verða af því og flaug frá Shannon til Girona í útjaðri Barcelona með Ryanair og tók svo rútu til Barcelona sem tók um 50 mínútur. Ekki það versta sem ég hef lent í skal ég segja ykkur.
Svo tók ég fram strigaskónna og labbaði mig gjörsamlega út um allt og skoðaði þessa einstaklega fallegu og skemmtilegu borg. Rosalega margt er hægt að sjá og gera í Barcelona og að sjálfsögðu ekkert betra en að fá sér "Tapas" og Rioja.
Að dvöl minni í Barcelona lokinni flaug ég með Sterling til Kaupmannahafnar þar sem ég hitti Sören vin minn og Bente kærustu hans og fórum við í Tívolíð eins og ég hef ekki klikkað á að gera í nokkur ár enda "juleglög og æbleskiver" stór partur af því.

Vi ses, Adios

Hjalti

laugardagur, nóvember 19, 2005

Phil Collins í Glasgow

Ég ætla í fyrramálið að fljúga til Prestwick og hitta Jody sem var nágranni okkar Gunna í Prestwick. Síðar um daginn ætla ég að keyra upp til gömlu góðu Glasgow og fara á tónleika sem haldnir verða í SECC með einum af betri tónlistarmanni samtímanns, Phil Collins.
Verð ég 1 nótt í Glasgow og fer til baka til Shannon daginn eftir.

Veriði sæl

þriðjudagur, nóvember 01, 2005

Flott afmælisterta !!

Já gott fólk, lífið í Shannon er þokkalegt og ekki skemmir fyrirr að eiga afmæli í öllum látunum. Hér hjá okkur er klikkað að gera frá morgni til kvölds. Við reynum að hafa þetta skemmtilegt hjá okkur sem gerir þetta auðveldara og minnkar líkurnar á því að maður þurfi að leggjast inn á geðdeild þegar maður kemst heim.

Afmælistertan

Picture: HJH

þriðjudagur, september 27, 2005

Dubai og Hong Kong

Já gott fólk ég er búinn að vera svo önnum kafinn að ég hef hreinlega ekki komist í að skrifa pistla hér á síðuna.
En allavegana þá tók ég mig til á dögunum og fór í heimsreisu með því að fara til Dublin að hitta vinafólk mitt og þaðan fór ég til Dubai og Hong Kong. Takk fyrir.
Það er skemmst frá því að segja að þetta var alveg rosalega skemmtileg ferð og margar og skemmtilegar minningar sem og myndir sem ég tók. Ég hef tekið mig til og skellt myndum af þessum skemmtilegu dögum inn á myndasíðuna mína sem finna má hér hægra meginn á síðunni.
Ferðin byrjaði með að fara frá Bristol til Dublin að hitta Bridget og Alan sem eru flugfreyja/þjónn hjá okkur (Air Atlanta) með base í Dublin. Fórum við að djamma að hætti Íra sem drekka eins og svampar og skoðuðum Dublin, Wicklow og aðra virkilega skemmtilega staði í nágrenni Dublin.
Þaðan flaug ég til London Heathrow og beið í nokkra tíma eftir að fljúga með Emirates til Dubai á B777-300. Það var hið notalegasta flug í rúmar 6 klukkustundir. Við komu mína til Dubai náði ég í bílaleigubílin sem ég hafði pantað. Afskaplega var heitt í Dubai.... já gott fólk eitthvað sem ég hafði ekki upplifað áður. 40 C var tala sem var á flestöllum hitamælum vítt og breitt um borgina. Svolítið mikið fyrir minn smekk en Dubai sem slík er rosalega cool. Allt í sandi og rosalega mikil uppbygging í gangi og svakalegar vegalengdir á öllu.
Ég fór í safarí um eyðimerkur Furstadæmana og fór á bak á úlfalda. Virkilega gaman að prufa mismunandi hluti sem manni hlotnast heldur betur ekki á degi hverjum.
Seinna um nóttina fór ég í flug til Hong Kong. Það tók rúmar 8 klukkustundir fyrir sneisafullann Airbus 330 að dröslast í mikilli ókyrrð til Hong Kong. Lentum við um kl 1500 local í Hong Kong. Það skemmtilega við þetta allt er að góðir vinir mínir frá Bristol, þeir Sigurþór og Róald voru einmitt í Hong Kong og auðvitað hittumst við í dinner á veitingastað sem var troðinn local fólki og við vorum einu hvítu mennirnir í placeinu og allir horfðu á okkur eins og við værum hvítir menn í Harlem. Rosalega gaman að hitta þá að venju og það var ákveðinn aðilli sem skammaði mig fyrir leti í bloggskrifum, já hann veit alveg hvað hann heitir ekki satt Róald ? :) Ég komið því að hér áður að ég hef hreinlega ekki haft tíma í það sökum anna.
Ég ætla svo sem ekkert að koma með lýsingar á hvað ég tók mér fyrir hendur dag frá degi en það er skemmst frá því að segja að ég fór á götumarkaðina og skoðaði mannlífið sem er ótrúlega líflegt. Einnig fór ég í Disneyland sem er nýopnaði í HKG og er rosalega flott jafnt fyrir börn og fullorðna. Maður verður sjálfkrafa 10ára þegar maður kemur þarna inn.
Svo fór ég í skoðunarferð um Lantau eyju sem hýsir eina stærstu búddastyttu utandyra í heiminum. Þar var einnig Búddamusteri þar sem við snæddum hádegisverð að hætti búdda sem var mjög athygglisverð og skemmtileg.

Hérna hef ég skellt inn nokkrum myndum til að gera sér í hugarlund hversu skemmtilegur túr þetta hefur verið.

Veriði mér blessuð

sunnudagur, júlí 31, 2005

Blað brotið í flugsögu Íslands !

Já eins og alltaf þegar annað hvort einhver hættir eða kemur til starfa í flugbrannsanum og fer í flug með pabba sínum, afa sínum nú eða bróður sínum eða eitthvað í þá áttina þá eru alltaf blaðaviðtöl og myndatökur af þeim merkisviðburðum í Íslenskri flugsögu.
Einn þeirra leit dagssins ljós á föstudaginn var. Þá gerðist að ég og Siggeir vinur minn fórum í okkar fyrsta flug saman í atvinnuflugi frá Bristol til Skiathos í Grikklandi og Volos sem einnig er í Grikklandi. En þess má þó geta að þetta er nú ekki í fyrsta skipti sem við stígum upp í flugvél saman enda er ég með nokkra tímana loggaða sem "Cóari" hjá Siggeiri á smærri vélum.
Virkilega gaman að koma merkisviðburði sem þessum á spjöld sögunnar !

Hjalti og Siggeir, TF-ELV, FL330 yfir Króatíu.

Picture: Sigurður Dagur Sigurðarson

laugardagur, júní 25, 2005

Ameríka er geggjuð .....

Eeee heygggi ? Einmitt... Maður verður náttúrlega bara sýrður á þessum helvítis settningum.
Maður er nýkominn heim úr ýktri ferð til "Bandrikes" eins og Gunni kýs að kalla hana en fyrir þá sem tala ekki sama tungumál og hann þá er þetta Ameríkan stóra.
Byrjaði ferðalagið með því að Ninni sem var á frímiða átti barasta ekki að komast með yfirhöfuð vegna yfirbókanna hjá Icelandair en til að gera langa sögu stutta þá kom hann með mér á klassanum á útleiðinni og það þýðir bara G&T og Kaffi og Konni fyrir lengra komna.
Komnir til MSP aka Minní eins og "flugfólkið" eða "JetSettið" segir. Þá fórum við í mollið ógurlega og fengum okkur vængi og bjór á Hooters..... "geggjað".
Daginn eftir kemur restinn af crewinu þeas Júlli bróðir, Ingó, Pálína, Guðni, Jónína og Gunnar Árni sem hittu okkur Ninna á hótelinu og Júlli bróðir náttúrulega ekkert mökkaður neitt eftir 6:15 tíma flug, það er bara ekki hægt enda vorum við Ninni ekki skárri daginn áður.
Versluðum heavý mikið í mollinu áður en við náðum í bílaleigutrukkinn sem við keyrðum svo á niður til Waterloo, Iowa. Það tók okkur félagana um 3 tíma að keyra þanngað en við urðum að stoppa í Cabellas á leiðinni að versla. Þvílík kjaftæðisbúð.... úúúffff ég er brjálaður.
Heitt og fínt veður var hjá okkur í Waterloo og Cedar Falls þar sem hótelið okkar var.
Brúðkaupsdagurinn 17. Júní: Saltarinn var ekki lengi að gera vart við sig þegar maður var kominn í gallann en skein sólin og 30stiga hiti úti og allir klárir í slaginn og pick up á hótelinu kl: 1700 og "serímónían" byrjaði kl 1800.
Virkilega falleg athöfn að kaþólskum sið, sem er heldur frábrugðin því sem við þekkjum sjálf. Eftir það var farið í partýið sem að var mjög fínt... ég held að toppurinn á því er að faðir brúðarinnar eða "Father of the Bride " :) fór á kostum og var ýktasti drykkjumaðurinn og þá sérstaklega í eftirpartýinu sem haldið var á hótelinu okkar.
Daginn eftir brúðkaupið í þynnkunni fóru allir að vatni sem er við Cedar Falls þar sem spíttbátur fjölskyldu Kimberly var sjósettur og fóru margir á bátinn í hópum, bæði til að horfa á aðra sigla og einnig til að fylgjast með krökkunum og fullorðnum vera á slöngu sem dregin var eftir bátnum. Nokkrir vitleysingar fóru á sjóskíði. Gaman var að því að sjá Jonna, Rene, Richardo og Nick koma til Iowa til að bæði hitta Júlla og okkur hin og svo að verða viðstaddir brúðkaup þeirra hjóna, þar sem að þeir voru allir í sama skóla og Júlli og Kimberly.
Eins og áður kom fram voru allar Icelandair vélarnar yfirfullar og ætlaði Ninni kallinn að reyna að fara heim kvöldið áður en við restin af liðinu ætlaði heim, hann reyndi en varð að koma aftur á hótelið til okkar Júlla.
Síðasti dagurinn endaði vel með því að klára geggjaðann túr á því að fara á Cheesecake Factory. Það þarf ekkert að ræða það neitt frekar.
Túrinn var svo kláraður með því að setja mig, Júlla og Ninna á klassanum á heimleið og var það í boði Jessicu stórvinkonu minnar í Minní. Ninni heppinn að reddast heim. Enda ferðast ég ekki til Ameríku nema á klassanum, höfum það bara á kristalhreinu. Maður ríkur alveg í gegn !

laugardagur, júní 04, 2005

Teppaland góðan dag...

Já góðan daginn...héðan frá suðvesturhluta Teppalands eins og þetta land er kallað. Nú einfaldlega vegna þess að hvert sem maður kemur þar er teppi á gólfum. Hvort það sé pubinn úti á horni eða baðherbergið í íbúðinni hjá mér.
Við erum svo sem búnir að fá íbúðirnar og eru þær bara mjög fínar, allt að skríða saman og við erum búnir að panta nettengingu fyrir okkur og verðum í bíða í nokkra daga til að fá það tengt.
Ég er að fara heim í frí á mánudaginn kemur þeas. þann 6.júní og verð ég heima fram á sunnudag 12.jún sem er vel að merkja afmælisdagurinn hans Gunna, nú nema hvað að þá ætla ég að bregða mér vestur um haf eins og gamla fólkið segjir, nánar tiltekið flýg ég til Minneapolis aka MSP og er ferðinni heitið í brúðkaupið hjá Óskari og Kimberley í Waterloo, Iowa sem er um 3ja tíma akstur frá MSP. Fyrir þá sem ekki vita er Óskar vinur hans Júlla bróður. Ekki á ég von á öðru en að þetta verði eitt alsherjar rugl ferð eins og við er að búast í svona ferðum.
Talandi um brúðkaup þá verð ég nú að óska Róald og Sissó til hamingju með ákvörðunina stóru.

Við í teppalandi biðjum fyrir stuðkveðjum í bili.

Hjaltmundur Bretlandskonungur

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Lundúnir eða Bustúnir

Já enn er ég hissa á því að maður megi segja Lundúnir og ekki Bustúnir.... frekar hommalegt það helvíti.
En hvað um það þá gerði ég mér dagamun í dag og brá mér í bæjarferð eins og dreifararnir segja nema þá helst að ég brá mér frekar í stórborgarferð.
Þar sem ég hafði lausann dag og vélin mín ekkert að fljúga þá ákvað ég þar sem að ég er búinn að vera einn með sjálfum mér hérna í Gatwick síðan á mánudaginn og alveg kominn að því að fara í snöruna ........svei mér þá.... nei nei en allavega þá tók ég þá ákvörðun með sjálfum mér þar sem ég þarf ekki að spurja neinn þar sem enginn er hérna með mér að taka lestina til London nánar tiltekið Victora Station og þaðan upp á Oxford Stræti eins og ég kýs að kalla það.... mér til skemmtunar hitti ég vinkonur mínar til langstíma þær Önnu Rós og Laugu og var mér boðið við mikinn fögnuð að fara og versla með þeim. Eins og allir vita þá þykir mér einkar gaman að fara með kvennþjóðinni í búðir og fæ ég seint nóg af því.....fallega líka :)
Virkilega gaman að hitta þær á götum Lundúna...svona líka gegnsósaðar af Chelsea leik sem þær fóru á kvöldið áður.
Verð ég að þakka fyrir svona líka ánægjulegar skemmtilegar samverustundir á þessum fína degi, en þær héldu á brott til Íslands í kvöld eftir verslunarleiðangur í miðborginni.

Ég er á leið til Bristol í fyrramálið með vélinni og verður hún ásamt mér staðsett þar í sumar og fram á haust.

Áfram Þróttur

Anna Rós, Hjalli og Lauga á Picadilly Circus í London

Picture: HJH