föstudagur, desember 31, 2004

Gleðilegt Ár

Ég óska öllum þeim sem þessa heimasíðu sækja Gleðilegs Árs og friðar með yndisþökkum fyrir liðin ár og með kærleik fyrir komandi tímum.

Gleðilegt Ár

Svo þarf maður að rífa sig eldsnemma upp á Nýársdagsmorgunn til að fara í flug til London.... já já á Nýársdag fallega líka.... þetta fylgir víst jobbinu manns að leggja þetta á sig en maður getur nú ekki kvartað enda búinn að vera í þessu elegant fríi yfir jólin.... Það sem sagt byrjar ágætlega þetta ár.Ég kem svo heim á sunnudaginn í eftirmiðdaginn enda svo sem að fara fljúga fyrir Iceland Express enn á ný..... jæja þetta verða nú ekki nema 3 dagar núna og svo er það búið þanngað til næst :)

Gleðileg Ár enn á ný !

föstudagur, desember 24, 2004

Gleðilega hátíð

Ég vill óska öllum þeim sem heimasíðuna sækja, Gleðilegra Jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir góðar stundir á árinu sem er að líða.

Jólakveðja Hjalti

þriðjudagur, desember 21, 2004

"I´ll be home for Christmas"

Segir í laginu að minnsta kosti...... og það á nú einnig við um mig þetta árið....

Ég verð heima á jólunum að minnsta kosti... það kemur svo í ljós hvort ég verði hér á áramótunum. Mér er svo sem boru sama um það enda nenni ég varla að horfa á hálfsjötuga kalla í Spaugstofunni vera að þenja sig í Áramótaskaupi Sjónvapssins enda eru þeir svo sem orðnir þreyttari en Tvíhöfði og Radíusbræður tilsamans, urðu nokkurn tíman.

Ég "operatea" með vélinni eftir hádegi á morgunn til Stansted og þaðan förum við ferjuflug til Bristol þar sem ganga þarf frá vélinni fyrir jól og hef ég það verkefni. Fer ég svo heim til Íslands morguninn eftir með Easyet frá Bristol til Glasgow og þaðan heim til Keflavíkur svo að maður nær að halda uppi hefð síðustu ára að fara í betri gallan og kíkja á mannfólkið á Laugarveginum á kvöldi Þorláksmessu eða Þoddláksmessu eins og fólk sem hlustar á Gerði G. Bjarklind á Rás 1 heyra. Pælið í því......

miðvikudagur, desember 15, 2004

Danskt Jólahlaðborð á Hótel Loftleiðum

Jihhhhhhhhh.....maður getur nú ekki annað sagt eftir svona ægilega vel heppnað og bragðgott jólahlaðborð sem við vinirnir ásamt betri helmingi Siggeirs fórum á í kvöld.
Er þetta árlegur viðburður hjá okkur að láta okkur ekki vanta til Idu á Hótel Loftleiðum fyrir jólin enda svo sem í þriðja skipti sem farið hefur verið á "Julebuffe´en" eins og það útleggst í orðum stórvinkonu okkar Idu Davidsen. Það er svo ægilega gaman að fara á svona hlaðborð og sérstaklega til að smakka á allskonar mat sem maður fær nú sennilega ekki á hverjum degi. Til gamans má geta að þarna var meðal annars: Reyktur lundi, krabbakjöt, reykt nautatunga nú ásamt "flæskesteg" eins og Ida segir það en við þekkjum það sem Purusteik.... sem var rosalega góð. En verð ég að viðurkenna að lundinn var nú ekki alveg að meika það á mínum diski enda held ég að ég muni halda mig frá honum að minnsta kosti þeim reykta..... ég vissi svei mér þá ekki hvern djöfulinn ég var að borða.

Takk Ida mín fyrir okkur og sérstaklega fyrir súkkulaðimúsina....jihhhhh


Hjalti, Ingi Björn, Siggeir og Rakel á
Jólahlaðborði Idu Davidsen á Hótel Loftleiðum

Picture: HJH

Ingi Björn, Rakel, Hjalti og Siggeir að loknu
Jólahlaðborði Idu Davidsen á Hótel Loftleiðum

Picture: HJH

þriðjudagur, desember 14, 2004

Þessi helvítis ..... www.sms.ac .......vefsíða

Hvað er eiginlega málið með þessa helvítis síðu.... það rignir yfir mann "invitations" mailum um að fara inn á þessa síðu. Forvitnin er auðvitað búinn að drepa mann og maður verður svo sem að kíkja á þetta og er ég búinn að komast að því að þetta er heldur betur "cheepó" concept.
Þá einkum vegna þess að síður á borð við þessa sem byrja með "stefi" um leið og maður velur einhvern af vinum sem hafa sent manni email um að gerast meðlimur á þessari síðu..... að það fyrsta sem manni flýgur í hug er að slökkva nú á þessari graðhestamúsík sem upp kemur án þess að geta valið um hvort hún komi á eður ei.
Þeir sem eru búnir með þann ágæta áfanga "Vefsíðugerð 101" sem eflaust er kenndur í flestum framhaldsskólum í dag.... reyndar... þó án minnar vitundar en það sem að maður lærir í "basic" vefsíðugerð er að reyna að hafa þann sem skoðar síðuna ....... á síðunni ekki hrekja hann af henni eins fljótt og mögulegt er.
Þessi umrædda síða gerir allavegana við mig... ekki efast ég nú um að hún veki mikla lukku hjá samborgurum mínum.

Hjalli kveður að þessu sinni frá Reykjavík.... sjaldan þá ég held mig þar !

þriðjudagur, desember 07, 2004

B757 tékkur

Mig langar fyrst og fremst til að óska Siggeiri vini mínum til hamingju með ráðninguna hjá Icelandair við jú að sitja í hægra sætinu á B757 eða fyrir þá sem eru ekki inn í því hver situr hægra né vinstra meginn í flugstjórnarklefanum er það flugmaðurinn og flugstjórinn situr vinstra meginn. :)
Verð ég nú að segja að þar hafa þeir fengið öðlings dreng og góðann flugmann í sínar raðir þó fyrr hefði verið. Verst er að hafa hann ekki á okkar snærum hjá Íslandsflugi en ekki er á allt kosið.

Jæja þá er ég farinn til Kaupmannahafnar með Inga Birni........ ég held að maður sé að verða geðbilaður á þessum ferðalögum hérna.... ég kom frá London Heathrow í gær kl 1605 og fer sem áður sagði til Köben kl 1415 í dag.... ja maður lætur nú ekki líða nema 22 klst á milli fluga hjá sér....talandi um að búa í flugvél

Sí ís latera....orreyyt

Finninn fljúgandi

föstudagur, desember 03, 2004

Írland nánar tiltekið Shannon

Já góðan daginn hér frá flugvellinum í Shannon. Ég og Egill coari erum að bíða eftir Aer Lingus fluginu okkar til London Heathrow í þessum töluðu/skrifuðu orðum en það er í seinkunn um tæpa 2 tíma og er áætlaður brottfarartími núna 14:25. En svona er nú þessi flugbransi svo að maður verður að taka þessu með jafnaðargeði eins og ávallt.

Ég er sem sagt að fara frá Heathrow til Bristol þar sem ég á að vera fram á mánudag og fer svo í fríið mitt sem ég ætla að eyða á námsslóðum mínum á danskri grundu. Ég og Ingi Björn ætlum að fara með hádegisvélinni á þriðjudaginn kemur til Kaupmannahafnar og verðum þar saman í 2 nætur þá fer Ingi heim að vinna.....en ég ætla nú ekki heim eftir einungis 2 daga stopp í Köben heldur fer ég til Álaborgar eða Aalborg eins og innfæddir segja og ætla ég að vera hjá Sören vini mínum og fjöldskyldu hans í V. Hassings. Einnig vonast ég til þess að Michael og Maja sem búa í Thisted verði komin með frumburð sinn í heiminn því þá neyðist maður að fara að heimsækja þau og kíkka á litla barnið.
Ekki má maður gleyma að fara á Bruggeiet á Vesterbrogade og fá sé julebrygg það er ómissandi í jólaandanum í Kaupmannahöfn fyrir jolin.

En við Egill kveðjum héðan frá Shannon

Veriði sæl