föstudagur, janúar 06, 2006

Heimsreisa um Ameríku

Jæja þá er komið að því að fara í hina árlegu jólagjafabréfaferð Icelandair til Ameríku. Eins og flestir muna þá fór ég einmitt í fyrra líka í fyrsta skipti þegar Icelandair buðu upp á þetta annars góða tilboð.
En ekki er þetta í fyrsta skipti sem ég kem á grundar Ameríku og telst mér til að ég hafi farið 16 sinnum þanngað og verður þetta mín 17 ferð.

Ég ákvað að vera svo góður að gefa sjálfum mér svona ferð í jólagjöf.... reyndar pakkaði jólasveinninn henni inn og setti undir tréð á Aðfangadag.
Við Siggi förum þann 12.jan til New York eða Njú Jork eins og maður segir í bransanum og verðum hjá Mitchell frænda í nokkra daga áður en við förum til Orlando þar sem við leigðum hús með "Öllu" sem er vel að merkja svipaðaður kostnaður og að vera á hóteli nema öllu betra... enda 4 herbergi, 3 baðherbergi, sundlaug, heitur pottur og grill í garðinum... hrein snilld.

Þaðan förum við svo til Las Vegas þar sem við munum hafast við í spilavítum og spillingu þeirrar borgarinnar í 2 daga áður en við bregðum okkur til San Francisco og hittum vin okkar hann Al Capone.... þótt hann sé löngu dauður.
Að heimsókn okkar lokið í San Fran eins og 4 dögum síðar fljúgum við svo til "New York" aftur og verðum yfir nótt í Connecticut hjá Mitch og Clare og förum svo í dagsferð niður í miðborg New York daginn eftir.
Þegar þetta er allt saman búið þann 27. jan förum við svo heim á ný og lendum í Kebblavik eftir langt og strangt 16 daga úthald.

Adjö,
Hjalli

1 Comments:

At 2:49 e.h., Blogger burger said...

Góða ferð! Vonandi færðu þér nokkra breggara á IHOP og Denny's.

 

Skrifa ummæli

<< Home