þriðjudagur, desember 21, 2004

"I´ll be home for Christmas"

Segir í laginu að minnsta kosti...... og það á nú einnig við um mig þetta árið....

Ég verð heima á jólunum að minnsta kosti... það kemur svo í ljós hvort ég verði hér á áramótunum. Mér er svo sem boru sama um það enda nenni ég varla að horfa á hálfsjötuga kalla í Spaugstofunni vera að þenja sig í Áramótaskaupi Sjónvapssins enda eru þeir svo sem orðnir þreyttari en Tvíhöfði og Radíusbræður tilsamans, urðu nokkurn tíman.

Ég "operatea" með vélinni eftir hádegi á morgunn til Stansted og þaðan förum við ferjuflug til Bristol þar sem ganga þarf frá vélinni fyrir jól og hef ég það verkefni. Fer ég svo heim til Íslands morguninn eftir með Easyet frá Bristol til Glasgow og þaðan heim til Keflavíkur svo að maður nær að halda uppi hefð síðustu ára að fara í betri gallan og kíkja á mannfólkið á Laugarveginum á kvöldi Þorláksmessu eða Þoddláksmessu eins og fólk sem hlustar á Gerði G. Bjarklind á Rás 1 heyra. Pælið í því......

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home