laugardagur, júní 04, 2005

Teppaland góðan dag...

Já góðan daginn...héðan frá suðvesturhluta Teppalands eins og þetta land er kallað. Nú einfaldlega vegna þess að hvert sem maður kemur þar er teppi á gólfum. Hvort það sé pubinn úti á horni eða baðherbergið í íbúðinni hjá mér.
Við erum svo sem búnir að fá íbúðirnar og eru þær bara mjög fínar, allt að skríða saman og við erum búnir að panta nettengingu fyrir okkur og verðum í bíða í nokkra daga til að fá það tengt.
Ég er að fara heim í frí á mánudaginn kemur þeas. þann 6.júní og verð ég heima fram á sunnudag 12.jún sem er vel að merkja afmælisdagurinn hans Gunna, nú nema hvað að þá ætla ég að bregða mér vestur um haf eins og gamla fólkið segjir, nánar tiltekið flýg ég til Minneapolis aka MSP og er ferðinni heitið í brúðkaupið hjá Óskari og Kimberley í Waterloo, Iowa sem er um 3ja tíma akstur frá MSP. Fyrir þá sem ekki vita er Óskar vinur hans Júlla bróður. Ekki á ég von á öðru en að þetta verði eitt alsherjar rugl ferð eins og við er að búast í svona ferðum.
Talandi um brúðkaup þá verð ég nú að óska Róald og Sissó til hamingju með ákvörðunina stóru.

Við í teppalandi biðjum fyrir stuðkveðjum í bili.

Hjaltmundur Bretlandskonungur

1 Comments:

At 10:43 e.h., Blogger roald said...

takk fyrir það hjalti minn, hlakka til að endurheimta þig til brs :)

 

Skrifa ummæli

<< Home