Osló er dýrasta borg í heimi !
Osló og nánar tiltekið Noregur er sennilega einmitt það dýrasta land sem ég hef hreinlega komið til. Oft er talað um að það sé allt dýrt á gamla Íslandi en það sem þú færð hér útí búð er dýrara í Noregi. Þannig er nú það einu sinni. En gaman var að koma til Noregs enda hef ég ekki komið þanngað síðan 1986 þegar pabbi gamli var að sigla á þeim slóðum og man ég lítið eftir þeirri stuttu heimsókn. Ég er búinn að setja fullt af myndum inn á albúmið frá Osló fyrir áhugasama.
Ég kom heim í gærkvöldi frá Osló og það var nú ekki hægt að koma mér heim á auðveldan hátt heldur þurfti ég að fara frá Osló til Gautaborgar þaðan til Kaupmannahafnar og síðan til Keflavíkur.
En þetta er nú bara partur af prógramminu og ég er kominn í langþráð frí sem ég ætla að njóta með því að fara til stóru Ameríku á þriðjudaginn. Ég ætla að fjúgja til Boston á "Saga" eins og við segjum í brannsanum.....enda er ekki um annað að velja þegar maður er á löngum leggjum. Einnig ætla ég að koma við í minni uppáhaldsborg New York. Svo ætla ég að heimsækja frændfólk mitt í Connecticut áður en ég kem heim á ný að morgni 2. mars........ þannig að ég
ætla að hafa það huggulegt í 8 daga í Ammeríkunni.
Sayonara
Hjalli
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home