þriðjudagur, mars 01, 2005

Boston eða Bustúnir

Já góðan daginn gott fólk og veriði velkomin í innslag dagssins héðan frá Bustúnum.... maður spyr sig hreinlega af hverju má maður ekki segja Bustúnir eins og maður má segja Lundúnir.

Ameríku ferðin er senn á enda því við förum heim á leið annað kvöld eftir mjög fínan túr hérna. Geiri hefur ekki gert annað en lofsamað öllu hérna...matnum, verðinu og bara öllu.... enda svo sem fyrsti túrinn til hinnar stóru Ameríku. Ég er nú ekki grobbari að eðlisfari en ef mér skjátlast ekki þá er þetta minn sennilega 15ndi túr til hinnar stóru Ameríku. Mér gæti skjátlast en við fyrsta reikning þá held ég að þetta sé að minnsta kosti mjög nærri lagi.

Við tókum bílaleigubíl og keyrðum um 900km. Byrjuðum á að keyra til Stamford (CT), fórum svo til New York, þaðan till baka til Connecticut nánar til tekið til Danbury þar sem Mitch og frú eiga heima gistum þar eina nótt og standa þau í flutningum þessa dagana og var mikið að gera á því heimili. Við hittumst öll fjölskyldan nánast, Mitch, Clare, Kim, Jennifer og Lóló heima hjá Mitch á laugardaginn og var það gaman að allir voru saman komnir á einum stað.

Núna þegar þetta er skrifað er kl 23:08 local eða 04:08 UTC og er ég búinn að kaupa í takt við mínar Ameríku ferðir. Það þarf ekki að fara fleiri orðum um það fyrir þá sem mig þekkja.

En allavegana þá biðjum við að heilsa í bili frá snjóandi Bustúnum eða Boston fyrir þá sem að eru enn að spá í hvað ég er að tala um.

Finninn Fljúgandi

1 Comments:

At 11:40 e.h., Blogger :: HJH :: said...

Audvitad geturu treyst thvi. Nonni trefill bad kaerlega ad heilsa ther.

 

Skrifa ummæli

<< Home