Ærland
Já komiði mér blessuð og sæl héðan frá Ærlandi eða eins og innfæddir segja það Ærland fyrir þá sem ekki eru innfæddir er það skrifað Írland. Nú ég er niðurkominn í Shannon enn eina ferðina og er þetta rómað skítapleis. Maður safnar aldeilis skítapleisunum í bókina góðu, en ekki er annað hægt að segja en að það fari huggulega um mann hérna.
Merkilegt er að segja að Írlendingar eða Írar eins og ég kýs að kalla þá eru með heimskustu lög í heimi. Nú eitt þessara laga er einmitt þannig að ef að eitthvað flugfélag vill fljúga áætlunarflug til Dublin frá Ameríku eða Kanada þá verður það flugfélag að millilenda allavegana í 50% tilvika í Shannon hvort sem það er á leið vestur um haf eða til baka. Þetta gerði það að verkum að ég flaug í gær frá Dublin til Shannon sem eru 25mín flugtími með Airbus 330 sem tekur 327 farþega og voru um kannski 80 manns um borð. Og svo var vélinni haldið áfram til Boston eftir að ég og aðrir 4 fórum frá borði í Shannon. Haldiði að þetta sé vitleysa.
Þess má geta að ég er búinn að bæta inn myndum í myndaalbúmið.
En ég segji bara Sayjonara frá Shannon og bið vel að heilsa.
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home