Allt að gerast
Það má segja að það sé allt að gerast hérna. Ég er náttúrulega bara snillingur í að snúa sólarhringnum við. Nú maður verður einhvernveginn að koma því í verk enda maður rétt að komast í gang þegar aðrir eru að sofna. Enda líka svona um 5 tímur á eftir veruleikanum svona rétt á meðan.
Ekki hélt ég að ég myndi gera eins og 97% af þjóðinni liggur við hefur gert nú þegar...jæja kannski 96% þá....nú það er að kaupa sér eitt stykki af Ipod og fylgja tískunni. Ég get ekki keypt mér eitthvað mini dót enda er það líka fyrir dverga. Þannig að ég keypti svona Photo græju sem mér finnst mjög skemmtilegt leikfang, enda verð ég alltaf að eiga eitthvað nýtt "Gadget" dót.
Svei mér þá er maður að verða geðveikur, eða kannski búinn að vera það lengi.... Maður spyr sig hreinlega.
Mig langar að óska fyrrverandi sambýlismanni mínum til hamingju með sína aðra íbúð. Hann keypti sér íbúð enn nær nokkrum úr svarta genginu svokallaða, ég er ekkert að segja hvað þeir heita þeir vita það alveg sjálfir. Gunni er að fara í "bisssniissss" til Bandaríkjanna eða eins og þeir innfæddu kjósa að kalla það Randabíkin eða " The Randbikes". Óskum honum góðrar ferðar og góðrar einveru í miðríkjunum ógurlegu. Ekki fer illa um hann á leiðinni til "Minní" eins og við í bransanum segjum stundum enda verður stórvinur okkar Kristján Steins flugþjónn með meiru einn þeirra sem að um borð verða. Gaman er frá því að segja að Kristján var einmitt í áhöfn þegar ég brá mér til Boston á dögunum og ekki er hægt að segja að maður hafi komið edrú í "Immigrationið" sökum þjónustu enda svosem á Business enda rauk maður í gegn :)
Sayonara
2 Comments:
hvenær kemurðu aftur til bristol?
Spurningin er góð en svarið er ekki til :) Því miður
Skrifa ummæli
<< Home