fimmtudagur, janúar 13, 2005

8 dagar í Norwich..... þvílíkt pleis

Já komiði sæl og blessuð og að þessu sinni frá Brussel.... já flakkið minnkar ekki á nýju ári svo mikið er víst. Ég fer í fyrramálið til Amsterdam og þaðan til Bristol. Á laugardag fer ég til Dublin, Salzburg, Cork og tilbaka til Bristol og fer heim á sunnudagsmorgunn frá Bristol í gegnum Glasgow.

En allavegana þá er málningarvinnan á enda í Norwich og tók það um viku að klára þetta.
Ég verð að segja að það var nú gott að komast í burtu frá þessu skítableisi..... er maður nú búinn að vera víða um blessaða Breska Konungsveldið en þetta verð ég að viðurkenna að sé daprasta pleisið .....kannski einkum vegna þess að ég fékk þrjár stöðumælasektir á viku.
"Já hvað er nú að þér Hjalli" mundu sumir segja núna að leggja ólöglega.... nei nei ég skal alveg láta það ljóst hér og nú hvernig þessar sektir komu til.
Takið vel eftir.
Á föstudagskvöldi fer ég í miðborg Norwich og ákveð það þar sem ég er einn míns liðs að fara og fá mér gott að borða og legg bílnum í bílastæði fyrir utan Woolworths sem er búð sem er svipað stór og Hagkaup í Skeifunni og með álíka stórt bílaplan þar fyrir utan og stutt frá staðnum sem ég ætlaði á. Ég ákvað nú að leggja bílnum þarna enda svo sem ekkert athugavert við það. Ég fer og fæ mér að borða og eftir matinn ákveð ég að fara í bíó af því að ég sá bíóið við hliðina á matsölustaðnum. Eftir bíósýninguna þá labba ég í átt að bílnum mínum og set hann í gang og ætla að keyra út af bílastæðinu og þá kem ég að lokuðu hliði. Já já bílastæðið var lokað með hliði, keðju og lás. Ég spyr sjálfan mig hvað sé í gangi og labba fyrir utan hliðið og þar stendur á skilti sem er á stærð við bíómiðan sem ég var með í vasanum að þessu hliði yrði lokað klukkan 22:45 ... klukkan mín sló 22:55 akkúrat þegar ég leit á hana. Þannig að ég var læsur inni með bílinn. Stóð á skiltinu að bílastæðið opnaði kl 8:15 morguninn eftir. Ég þurfti að skilja bílinn eftir og taka leigara á hótelið sem er nú ekki beint stutt í burtu. Morguninn eftir tók ég annan leigara upp í flugskýlið þar sem að ég þurfti ég að mæta um kl 8 upp á skrifstofuna mína og fara yfir nokkur mál með gaurunum í skýlinu. Um 10 leytið bað ég einn þeirra að skutla mér í bæinn þar sem bíllinn minn hefði verið læstur inni ég var kominn þar 10:30 og viti menn kominn fyrsta sekt sögunnar á framrúðuna. Þá stendur á öðru bíómiðastærðarskilti að það sé hámarks parkering sé 2 tímar. Þannig að frá 8:15 til 10:15 eru 2 tímar og vörðurinn hefur beðið spenntur eftir því að gefa mér sekt. Helvítis burger.

Jæja sekt # 2. Ég var staddur niðri í bæ á sunnudagseftirmiðdegi um kl 16 ...ég legg bílnum í löglegt stæði eins og ég geri ávalt. Ég kíki við á nokkurum útsölum sem að eru allsráðandi víða um heim um þessar mundir. Um kl 17 kem ég tilbaka og viti menn kominn sekt númer 2. Já á sunnudegi.... ég vissi ekki að það þyrfti að borga í stöðumæla á sunnudögum og það í Bretlandi..... djöfulsins aular.

Og þá kemur númer 3..... Ég fór að hitta Mitch frænda sem var á ferð um Lundúnir um þessar mundir og hittumst við í Epping sem er í um 2 klst akstri frá Norwich. Nema það að ég er kominn til Epping um kl 1900 á mánudagskvöldið og legg bílnum við aðalgötu bæjarinns sem er mjög mikið "posh" ! Viti menn að eftir ansi ánægjulegt kvöld okkar Mitchells þá endaði það með því að fá þriðju stöðumælasekt vikunnar og þar með fékk ég nóg. Að fá stöðumælasekt fyrir að leggja löglega kl: 1914 að kvöldi....til að vera nákvæmur .... ég spyr bara Betu Drottningu þessarar spurningar.

"Eru stöðumælaverðir þessa lands á vakt allann sólarhringinn og allar helgar ? Ha Beta svaraðu !"

Ég vona að enginn þurfi að fá eins margar sektir og ég á svo skömmum tíma en þessar sektir eru ekki gefins .... einungis 30 pund hver eða um 3500kr hver.... ég læt ykkur bara um margföldunarreikninginn það kunna hann allir sem ekki eru með vatnshaus.


Hérna eru 2 myndir af TF-ELJ vélinni.... þetta eru svona "Before and After" myndir.


Before and after ! Svona var hún fyrir málninguna

Picture: HJH

Befroe and after ! Og svona var hún eftir málninguna

Picture: HJH

1 Comments:

At 9:12 e.h., Blogger :: HJH :: said...

Já við þökkum fyrir gott boð og við munum mæta í sörur ASAP.

 

Skrifa ummæli

<< Home