Einn ég sit og sauma inn í litlu húsi
Já svona næstum því .... ég sit á hótelinu í Bristol og er aldeilis vel tengdur hérna. Enda nettenging á herberginu hjá mér. Ekki kvarta ég yfir því. En þessa helgi fer ég aftur í maraþon eins og ég hef kosið að kalla þetta enda held ég að ég sé að slá ólympíumet í flugferðum það sem af er árinu. Mér reiknast til að þegar ég kem heim á sunnudaginn 30.jan þá er ég hvorki meira né minna búinn að fara 31 fluglegg það sem af er þessu ári og ef að við reiknum það út að þá er það rétt rúmlega 1 leggur á dag fyrir hvern dag sem liðinn er af árinu. Reynið að slá það !!
Þess má geta að eftir að Loftferðaeftirlitið hefur endurskoðað og yfirfarið loggbók síðasta árs þá fór ég 52 flugleggi árið 2004....eða eins og Reynir reiknishaus mundi skella á borðið "med det samme"... 1 leggur á viku.
Fyrir áhugasama er hægt að nálgast loggbók síðasta árs með því að smella hér
Þeir sem vilja ferðast með mér um veröldina í huganum á þessu ári smellið hér
Ég get nú vart orða bundist nema að vitna í góðvin minn Kristján Steins sem sagði einu sinni " Ég bý í flugvél"
Talandi um að búa í flugvél ! Maður spyr sig ?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home