föstudagur, nóvember 26, 2004

Iceland Express operation

Jæja þá er ég að fara með vélinni eftir 2 tíma til Stansted þar sem vélin mín flýgur með farþega til Keflavíkur í kvöld. Verður vélin svo að fljúga fyrir Iceland Express um sunnudag, mánudag og þriðjudag og fer ég aftur með henni til Bristol á þriðjudag eða snemma á miðvikudag.

Kveðja
"Flystar"

laugardagur, nóvember 20, 2004

Í Bristol á ný.....

Ekki komst ég á Skeljakvöld Flugvirkjafélagssins þetta árið..... ekki átti maður von á því að ná því en það hefði nú verið gaman að ná því enda ein besta matseld sem að er hefð hjá Flugvirkjafélaginu sem haldin er einu sinni á ári.

En ég var svo sem sendur með Icelandair til Heathrow í gærdag og komum við eftir 2:20 í loftinu á Terminal 2..... við tók bið dauðanns eftir rútu sem ég átti að taka til Bristol. Þurfti ég að bíða í 2 tíma eftir henni í kulda og volæði. Jú jú loks kom rútan og hófst ferðin til Bristol sem tók um 2 tíma og nýtti ég tíman í draumaheiminum enda svo sem vanur svefni í rútuferðum frá tímum manns í Keflavík.

Hótelið sem við höfum verið á er uppbókað þannig að ég og flugmennirnir vorum settir á hótel sem að er nokkuð lakara en það sem við vorum á. Það er nú einu sinni þannig að þegar maður "býr" á hóteli þá setur maður upp ákveðinn"standard" fyrir því sem að maður lætur bjóða sér.
Ég vona svo innilega að við fáum þessar íbúðir í komandi viku sem búið er að lofa okkur því að þá verður lífið allt mun betra.....þá fær maður allavegana ískáp og getur eldað sér .....nefnilega það sem að hótellíf býður hreinlega ekki uppá.

Yfir og út frá BRS

föstudagur, nóvember 12, 2004

"Heima er best"...... er það ?

Hvar er best að vera ?

Margir segja einmitt að "Heima sé best" jú vissulega get ég tekið undir það en akkúrat í þessu tilviki verð ég að fara frá þeirri staðreynd. Það er vegna þess að nú var ég að koma heim í frí eftir rúmar 3 vikur á erlendum grundum og hvað tekur á móti manni..... jú jú... Snjór, rok, rigning, slydda, slabb og sólarupprás dauðanns.....allann þennan viðbjóð verður maður að þola.
Ég þarf svo sem ekki að vera væla yfir þessari verðráttu því ekki er ég einn þeirra sem moka skurði með múrskeið og dusta ryk af kukkli með tannbursta því að ekki er ég í þeim brannsa... verði þeim fornleifafræðingum að því að standa í því helvíti.

Díses kræst

mánudagur, nóvember 08, 2004

Innskot frá Ungverjalandi..........

Já komiði sæl..... ég hef ákveðið að koma með smá innskot frá jú einmitt landi Ungverjanns. Það má nú segja að ég sé búinn að hafa það gott og er búinn að vera einstaklega heppinn með sólskinið sem hefur ekki skemmt fyrir myndglaðann mann eins og mig. Verð ég nú að viðurkenna að maður hefur nú verið í heitari löndum en þessu. En virkilega áhugaverð borg að skoða og margt hægt að hafa fyrir stafni.

Við látum myndirnar tala....


Picture: HJH

Citadella gnæfir yfir Budapest og er hún fagurlega upplýst í rökkrinu.

Picture: HJH

Budapest @ night ........

Picture: HJH

Séð yfir Budapest frá sjónarhóli Citadella

Picture: HJH

Bestu kveðjur frá Budapest

HJH

fimmtudagur, nóvember 04, 2004

EasyJet til Budapest (BUD)

Ég ákvað í gær að athuga hvort ég gæti ekki fundið mér ódýrt flug eitthvað áður en að ég fer heim í frí. Ég fór inn á EasyJet síðuna og var að browsa hversu mikið það mundi kosta mann að fljúga frá Bristol og eitthvað í Evrópu...... ég fór að browsa því að EasyJet flýgur á helvíti marga staði út frá Bristol þannig að maður hafði úr nógu að velja þannig að ég ákvað að smella mér til Budapest sem er fyrir þá sem eru ekki mikið inní landafræðinni jú í Ungverjalandi.

Ætla ég að fara á laugardagsmorguninn og vera þar í 4 nætur á flottu 4* hóteli sem að ég fékk líka á svona helllllvíti góðum prís eins og maður segir......... ég er nefnilega eins og margir þekkja með æði fyrir að vera á flakki og ekki skemmir fyrir að fara á staði sem að maður hefur ekki farið áður og þá er Budapest mjög heillandi.

Ég kem svo til baka til Bristol í hádeginu á miðvikudaginn 10. Nóv........ og fer ég með Icelandair frá London LHR um kvöldið kl 2105 til Keflavíkur þar sem áætlaður komutími Snorra Þorfinnssonar er um miðnætti.

Við komum svo til með að posta myndum frá BUD um leið og þær berast....

Ta Ta eskurnar

Crewið í Bristol

Þetta er crewið í Bristol.... Flugvirkjarnir í BRS eru Hjallarinn og írski litli strákurinn David, Sigurþór er stöðvarstjórinn, Christina er skrifstofukonan og Róald er "Special Assignment Manager" :)


Á skrifstofunni okkar á Bristol Int. Airport

Picture: HJH

Sigurþór er "meistarinn" í Bristol.....þeas Stöðvarstjórinn okkar.......ekki var hægt að fá betri mann til Bristol enda búnir að vera í baráttunni í Glasgow saman í sumar

Picture: HJH

Litli flugvirkinn okkar hérna er írski strákurinn David Stableton.....

Picture: HJH

Róald eða Rói Snillingur eins og ég hef kosið að kalla félagann......

Picture: HJH

Christina skrifstofukonan okkar..... henni þykir ægilega gaman að spjalla við okkur :)

Picture: HJH

mánudagur, nóvember 01, 2004

1. Nóvember 2004

Þessi dagur er nú aldeilis merkilegur einkum vegna þess eins að undirritaður er árinu eldri í dag og skemmst er frá því að segja að maður er bara glaður á svona dögum maður getur ekki verið annað.

Afmæliskveðjur Hjalli