sunnudagur, október 31, 2004

ICEBIRD 5601/5602 operation Bristol - Rhodos

Captein BAX.....snillingurinn "BAXI" eins og hann er kallaður mundaði vinstra sætið á "Joðinu" okkar í þessu "crack of dawn" flugi. Brottför frá Bristol 0500z...........snemmt er það en það fór ekki illa á með okkur þar sem við vorum tóma flugvél frá Bristol til Rhodos Diagoras flugvallar......þ.e.a.s. engir farþegar voru með okkur um borð á leiðinni niðureftir en einungis á leiðinni til baka eða um 170 stykki. Þetta var vegna þess að samningurinn við ferðaskrifstofuna er búinn og við vorum bara að flytja síðasta fólkið heim. Þetta var ósköp notalegt....
Fyrir áhugasama.... þá voru flugtímarnir á leiðunum ....3:48 EGGD-LGRP (Bristol - Rhodos) og 3:56 LGRP-EGGD ( Rhodos - Bristol ).

Veriði mér sæl

Picture: HJH

Ég yrði ekki hissa að maður mundi missa sig og fara til Rhodos aftur....ætli maður myndi ekki kjósa að vera lengur en þennan tæpa klukkutíma sem við vorum í turnaroundinu.....það vonar maður að minnsta kosti .... :)

Picture: HJH

Ég og coarinn Maxime Garde ......fallega líka að heyra í honum í radíoinu....enda líka franskur

Picture: HJH

TF-ELJ á rampinum á Rhodos.... +27C og notaleg hafgolan lék um mann í turnaroundinu....

Picture: HJH

Ekki veit ég hvað þessi eyja heitir en hún er norðvestur af Rhodos enda er um 8500 eyjur sem tilheyra Grikklandi í miðjarðarhafinu að sögn fróðs manns á þessum slóðum. En þessi mynd er tekinn klifrinu frá Rhodos....eins og bersýnilega sést er örugglega ekkert að því að vera á þessum slóðum.......

Picture: HJH

Icebird 5602 FL300 á leið til Bristol frá Rhodos

Picture: HJH

miðvikudagur, október 27, 2004

Lokapartý starfsfólks Íslandsflugs og Globespan í Glasgow

Michelle, Derek og Angela

Picture: HJH

Sigurþór Stöðvarstjórinn okkur flottur í skotapilsinu

Picture: HJH

Myndir frá lokapartýi starfsfólks Íslandsflugs í Glasgow

Picture: HJH

Myndaalbúm að komast í gagnið....

Hjartanlega velkomin/nn .....

Ég er búinn að vera að bardúsa að koma upp smá myndum hérna á blogginu ykkur til frekari skemmtunar.

Góðar stundir


HJH að pakka í GLA
Picture: HJH

þriðjudagur, október 26, 2004

Hótellíf er ekki skemmtilegt

Að búa á hóteli er góð skemmtun eða þannig...... ég var búinn að gleyma því frá því að ég var í Liege að það er hreinn viðbjóður að búa á hóteli. Einfaldlega af þessum ástæðum.... nú maður getur ekki eldað sér, maður kemst ekki á netið nema að borga 100 kall á mínútuna, 5 sjónvarpsstöðvar, 2 bíómyndir sem að maður horfði á fyrstu tvö kvöldin....., það er ekki ísskápur á herberginu, maður þarf að fara út að borða á hverjum degi sem að verður svo þreytt til lengdar eða það má eiginlega segja að ég sé búinn að fá mig fullsaddann af því helvíti.

Jæja hugarflugið er á þrotum sökum þess að það er nú ekki mikið að gera hjá okkur hérna í Bristol. Vélin flýgur bara 2 daga í viku og þess á milli er hún bara "standby" eins að það er kallað og eftir 31.okt þá verður hún standby fyrir EasyJet hérna í BRS.

Cheers

föstudagur, október 22, 2004

Mættur til "BRS" aka Bristol...........

Jæja þá er ég kominn til "BRS" og kom í gærkvöldi.....flaug með EasyJet frá "GLA" til "BRS" á svona líka helvíti fínni vél...... nú ein af þeirra nýju B737-700 ..... og voru ekki nema nokkrar hræður á þessu flugi sem að gerði það að verkum að maður hafði það mjög cosý í þessar 43mín sem að tók að operata þetta.... það þykir nú ekki langur leggur í bransanum...... talandi um bransann....jú jú þá var ég sendur í síðustu viku til Glasgow aka "GLA" og fór um London Stansted aka "STN" nema einungis nema fyrir það eitt með ferðaskrifstofunni Iceland Express. Ég verð að segja það að ég hef nú sennilega aldrei komið upp í annað eins operation á minni ævi sem er jú alveg að slá í 26 ár..... nema það að jú jú vélin fer nú á tíma og allt í góðu með það þó að sjaldnast það gerist...nema hvað þegar ég kem um borð þá blasa við mér þessi gömlu DC8 sæti sem eiga heima á Þjóðminjasafninu nýopanaða.
Alveg "týpíst" að bjóða farþegum upp á þetta. Nú hef ég aldrei haft neitt álit á þessari ferðaskrifstofu..... enda ekkert annað en ferðaskrifstofa..... enda er það flugfélagið Astraeus sem að er flugfélagið á bak við ferðaskrifstofuna margumtöluðu.
Þetta sennilega ágæta flugfélag hefur sennilega fengið þessa vél (G-STRB) sem er reyndar önnur af tveim í flota ferðaskrifstofunar með sætum úr gömlum "áttum" sem að hefur verið búið að leggja fyrir lifandis löngu og hafa þeir jú auðvitað smellt þeim um borð fyrir pakkið sem með þessari ferðaskrifstofu fara :) . Sorry ég verð nú bara segja mína meiningu með þessari ferðaskrifstofu..... því ekki kalla ég þetta flugfélag því ekki er það slíkt.
En varðandi freyjurnar um borð verð ég að segja það að þær voru elskulegar og get ég ekkert út á þær sett nema eitt... að tala í "PA" það er að segja fyrir þá sem ekki vita.... PA er þegar freyjurnar eru að tala í hátalarakerfi vélarinnar varðandi öryggisbreifingu og annað í þeim dúr..... neeeiiiiii þá gjörsamlega missti ég mig..... byrjað var á því að bjóða fólkið velkomið um borð en ekki var tiltekinn flugtíminn til London sem að fólk vill nú gjarnan fá að vita.... en svo var safetybreifingin lesin upp og var ekkert út á hana að setja, sökum þess að það er jú á valdi hvers og eins flugfélags og hafa breifinguna eins og þeim hentar með vissum atriðum undanskildum.... en þegar í loftið var komið og við vorum að fara í gegnum ókyrrð eins og gengur og gerist í þessum flugferðum þá kemur fyrsta freyjan í PAið og segir BARA á ensku að við séum nú að fara í gegnum ókyrrð og biður fólk um að festa sætisólar..... gerir það stamandi og bara á ensku..... og gamli maðurinn sem sat við hliðina á mér spurði mig "hvað var hún að segja"..... fólk sem er nú ekki sleipt á engilsaksneskri tungu vissi ekki hvað hún var að segja og meira segja gæti ég trúað að enskumælandi fólk hefði varla skilið blessaða fyrstu freyjuna. Ekki batnar ástandið .....nú vegna þess að aldrei kom "flying pilot" ss. flugmaðurinn sem sér um flugið í hátalarakerfið til að segja fólki hvenær við munum lenda eða leiðina sem að við eum að fljúga og svoleiðis.....nei nei það heyrðist ekki múkk úr cockpittinu,..... sem mér finnst sjoppulegt verð ég að segja og til að toppa þetta allt..... þegar við lentum í STN þá segir fyrsta freyjan góðir farþegar velkominn til London klukkan er 17:45 og hitastigið er 7 gráður...... ég meina... fyrir það fyrsta er UK +1 klst frá Íslandi þannig að klukkan var 18:45 og síðan hvenær checkaði fyrsta freyjan á ATISinum fyrir STN til að athuga hvert hitastigið var......

Sjoppulegt operation það...........

Veriði sæl

miðvikudagur, október 20, 2004

Glasgow operationið er á enda

Jæja ég verð að afsaka það að ég hef ekki verið duglegur að skrifa.... en það er nú einu sinni þannig að maður þarf að vinna fyrir laununum sínum....til að eiga fyrir salti í grautinn sinn.

En það er sem sagt búið að vera mikið að gera hjá mér og ég netlaus í þokkabót þannig að það bætir nú ekki á ástandið.... en allavegana þá erum við búnir að pakka öllu draslinu á skrifstofunni okkar úti á flugvelli og fór allt draslið með trukk til Brussel til geymslu. Sem sagt þá erum við hætt að fljúga fyrir FlyGlobespan út frá Glasgow.....vegna þess einfaldlega að samningurinn er á enda og vélin sem við vorum með hérna hjá okkur TF-ELC er farinn í C-check til Shannon hjá Air Atlanta Aero Engineering. Kem ég til með að sakna þessarar elsku því þar er á ferð ein besta B737 flugvél sem um loftin hafa flogið..... :)

Ég hins vegar verð sendur af companýinu til Brisol aka " BRS " á fimmtudagskvöldið kemur og mun ég verða þar í vikur allavegana eins og það stendur.

Ég er rokinn í bili...........

Cherrio

föstudagur, október 15, 2004

Ægilega er þetta nú sniðugt haaaaaa

Já ég verð nú eiginlega að viðurkenna það að mér finnst soldið gaman að garfa í þessu...
Nema einungis nema það eitt að ég sá mynd í gær sem kom mér skemmtilega á óvart...
það mun vera hin íslenska mynd Hilmars Oddssonar.....Kaldaljós.... og fékk ég yfir mig rétt sí svona að mig langaði að sjá þessa mynd áður en hún yrði kominn í 200 kr hilluna á myndbandaleigum borgarinnar.... náði ég sem sagt takmarki mínu sökum þess að Videóheimar hafa ekki verið þekktir fyrir að vera ódýrastir í þessum bransa.
Anyways þá verð ég að gefa þessari mynd nokkra Hjalla ....... jú hún fær alveg 3 & hálfann HJALLA af 5.

Ciao

fimmtudagur, október 14, 2004

Byrjunarstigsbloggið

Jú komiði sæl góðir farþegar.......

Já merkilegir hlutir gerast nú......... ég var alltaf að segja að ég mundi nú ekki nenna svona rugli. En viti menn maður hefur látið glepjast og apað eftir jú svo mörgum að búa til einmitt svona ........blogg.

Cheers HJH